Fyrirspurnir og ábendingar

Hlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands er meðal annars að annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands. Allar upplýsingar og fyrirspurnir frá almenningi eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við stofnunina á netfangið ni@ni.is eða leita upplýsinga um fund á plöntu eða dýri. Almenningi gefst tækifæri til að til að koma ábendingum um áhugaverðar jarðminjar til stofnunarinnar með jarðminjaskráningu.

Náttúrufræðistofnun Íslands veitir þjónustu í pöddugreiningum og sveppagreiningum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.