Stormmáfur (Larus canus)

Útbreiðsla

Stormmáfur verpur víða á norðurhveli jarðar. Hann nam hér land um miðja síðustu öld og er algengastur við Eyjafjörð þar sem honum fjölgaði hratt fram yfir 2000. Stormmáfur er að mestu farfugl en einhver hundruð fugla sjást hér yfirleitt í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar.

Stofnfjöldi

Íslenski stofninn var metinn 700 pör upp úr árinu 2000, þar af tæplega 500 pör í Eyjafirði (Ævar Petersen og Sverrir Thorstensen 2004). Honum hafði svo fjölgað í 660 pör í Eyjafirði árið 2010 og 975 pör árið 2020 (Ævar Petersen o.fl. 2022). 

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,86 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1991-2024

Stormmáfi hefur fjölgað töluvert bæði í Eyjafirði og vetrarfuglatalningum (sjá graf) og er því ekki á válista yfir tegundir í hættu. 

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Stormmáfur var flokkaður sem tegund í yfirvofandi hættu (LR, nú NT).

Válisti 2019: Stormmáfur var metinn ekki í hættu (LC).

Verndun

Stormmáfur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engar stormmáfsbyggðir hér teljast alþjóðlega mikilvægar.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 10.000 pör/pairs (Wetlands 2016)

B1 i: NV- og Mið-Evrópa/Atlantshaf/Miðjarðarhaf = 6.667 pör/pairs (Wetlands 2016)

Myndir

Heimildir

Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen 2013. Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 83:159–166.

Ævar Petersen og Sverrir Thorstensen 2004. Vöktun stormmáfsstofnsins í Eyjafirði 1980–2000. Náttúrufræðingurinn 72 (3–4): 144–154.

Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Eyþór Ingi Jónsson. Fjöldi Stormmáfa í Eyjafirði vorið 2020. Náttúrufræðingurinn 92 (3–4) bls. 143–159.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Strandfuglar (Charadriiformes)
Tegund (Species)
Stormmáfur (Larus canus)

English Summary

Larus canus colonized Iceland in the mid-20th century and the population is probably 800−1,000 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).