Svartþröstur (Turdus merula)

Útbreiðsla

Svartþröstur er varpfugl í Evrópu, N-Afríku og vestast í Asíu. Auk þess verpa innfluttir stofnar víða í Eyjaálfu. Hann hefur lengi verið þekktur hér sem flækingsfugl og sjaldgæfur vetrargestur. Svartþröstur náði fótfestu hér á landi sem varpfugl í kjölfar mikillar göngu vorið 2000. Svartþröstur er nú algengur varpfugl á Suðvesturlandi og auk þess sjást fuglar á varptíma í þéttbýli um allt land (eBird 2024). Er líklega alger staðfugl og sáust yfir 3.500 fuglar í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar um áramótin 2021/2022 (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn). 

Stofnfjöldi

Varpstofn svarþrastar gæti verið nokkur þúsund pör.

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 4,64 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2012-2024

Íslenski svartþrastastofninn er örugglega >1.000 kynþroska einstaklingar og hefur vaxið mikið. Hann er auk þess það dreifður að hann telst ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Svartþröstur var ekki á válista.

Válisti 2018: Svartþröstur var metinn ekki í hættu (LC).

Verndun

Svartþröstur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir svartþröst á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

B3: Species of European conservation concern (category 4)

Heimildir

eBird. 2024. eBird: An online database of bird distribution and abundance. eBird, Cornell Lab of Ornithology, Ithaca, New York. Available: http://www.ebird.org. (Sótt 15. Desember 2024).

Myndir

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir og Borgný Katrínardóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Spörfuglar (Passeriformes)
Tegund (Species)
Svartþröstur (Turdus merula)

English Summary

Turdus merula used to be a common fall and winter visitor and an irregular or scarce breeder. Following a large influx in 2000, it has been gradually spreading from the stronghold in SW-Iceland; the population may be several thousand pairs. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).