Naðurtunga (Ophioglossum azoricum)

Útbreiðsla

Sjaldgæf jurt á Íslandi, vex eingöngu þar sem jarðhiti er (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Jarðhitasvæði.

Lýsing

Lágvaxin jurt (3–10 sm) með heilrend, netstrengjótt blöð og einhliða gróaxi.

Blað

Upp af örstuttum, uppréttum jarðstöngli koma eitt til þrjú blöð, djúpklofin ofan frá í laublaðkenndan og gróbæran hluta. Blaðkan lensulaga eða oddbaugótt, heilrend, netstrengjótt, 2–4 sm löng og 5–15 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróbæri blaðhlutinn með einu, einhliða gróaxi, um 10–15 mm á lengd. Gróhirslur þétt saman í tveim röðum efitr endilöngu axinu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Naðurtunga flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 5 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Naðurtunga er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Naðurtunga er á válista í hættuflokknum LR (í nokkurri hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tungljurtir (Psilotopsida)
Ætt (Family)
Naðurtunguætt (Ophioglossaceae)
Tegund (Species)
Naðurtunga (Ophioglossum azoricum)