Munkahetta (Lychnis flos-cuculi)

Útbreiðsla

Hún er fremur sjaldgæf og finnst aðeins villt á sunnanverðu landinu frá Fljótshlíð austur í Öræfi. Allvíða í Mýrdal og undir Eyjafjöllunum. Auk þess hefur hún á mismunandi tímum sést sem slæðingur á nokkrum öðrum stöðum. Hún finnst aðeins á láglendi neðan 200 m.

Búsvæði

Deiglendi, brattar brekkur eða gil á móti sól.

Lýsing

Fjölær, stórvaxin planta (20–60 sm) með fjórflipuðum blöðum og ljósrauð blóm.

Blað

Stöngullinn er allgildur, djúpt gáraður, lítið eitt hærður, einkum blómleggirnir. Stöngullinn er oft nokkuð rauðleitur efst (Lid og Lid 2005). Blöðin eru gagnstæð, lensulaga, odddregin, mjó, 2-7 sm löng og 5-10 mm breið, lítið hærð nema við blaðfótinn.

Blóm

Stór blóm sem standa allmörg saman í kvíslskúfum á stöngulendanum. Blómin eru fimmdeild, um 1,5-2 sm á lengd. Krónublöðin eru bleikrauð, nagllöng, djúpt klofin í fjóra flipa. Bikarinn er bjöllulaga, nokkuð útbelgdur, græn- eða rauðleitur, 0,7-1 sm á lengd með 10 upphleyptum, dökkum taugum, klofinn um fjórðung niður í fimm þríhyrnda sepa, nánast hárlaus fyrir utan þétta hárrák á röndum bikarsepanna. Fræflar eru tíu með brúnar, aflangar frjóhirslur. Ein fræva með fimm stílum.

Aldin

Um 8-12 mm langt hýðisaldin sem klofnar í fimm ræmur í toppinn.

Greining

Er miklu stórvaxnari en ljósberi og með stærri blóm.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Munkahetta flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 16 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Munkahetta er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Munkahetta er ekki á válista .

Útbreiðslukort

Myndir

Heimildir

Hörður Kristinsson er höfundur staðreyndasíðna Náttúrufræðistofnunar um æðplöntur. Þær eru að megin uppistöðu byggðar á vef hans floraislands.is sem er eingöngu hægt að skoða á www.vefsafn.is . Allar upplýsingar af floraislands.is eru birtar á staðreyndasíðum Náttúrufræðistofnunar.

Hörður Kristinsson 2008. Íslenskt plöntutal. Blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 51. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_51.pdf

Lid, J. og D.T. Lid. 2005. Norsk flora (7. útg.). Ritstj. Reidar Elven. Det Norske Samlaget, Oslo.

Paweł Wąsowicz. 2020. Annotated checklist of vascular plants of Iceland. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 57. Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabær. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_57.pdf

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Hjartagrasætt (Caryophyllaceae)
Tegund (Species)
Munkahetta (Lychnis flos-cuculi)