Barrfinka (Spinus spinus)

Útbreiðsla

Barrfinka er varpfugl í skóglendi um nær alla Evrópu og verpur einnig slitrótt frá N-Afríku austur til Kyrrahafs. Hún hefur verið hér alltíður flækingsfugl um langt skeið og þá einkum sést á haustin en einnig í talsverðum mæli á vorin (Birding Iceland 2002, Bliki 1981-, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999). Barrfinkur urpu hér fyrst árið 1994 og í kjölfar mikillar göngu haustið 2007 (Daníel Bergmann 2007) hafa þær frá og með 2008 orpið hér árlega að því talið er; einkum í barrlundum á Suðvesturlandi og þá helst í Reykjavík og nágrenni (Bliki 1981-, Jóhann Óli Hilmarsson 2011- ).

Stofnfjöldi

Stofninn er mjög lítill enn sem komið er, innan við 10 pör flest árin.

Válistaflokkun

VU** (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU** LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 2,63 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir eða 10 ár, eftir því hvort er lengra): 2014-2024

Barrfinka er mjög fáliðuð og ætti samkvæmt því að flokkast sem tegund í bráðri hættu (CR). Hér er hún færð niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN þar sem miklar líkur verða að teljast á að fuglar geti numið land hér að nýju og fjöldi fugla er langt innan við 1% af Evrópustofni og getur vart talist sérstofn. Barrfinka flokkast því sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Barrfinka var ekki á válista.

Válisti 2018: Barrfinka var metin í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Barrfinka er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

IBA viðmið – IBA criteria

B3: Tegund með ákjósanlega verndarstöðu í Evrópu.

Heimildir

Birding Iceland. Eurasian Siskins in Iceland up to and including 2002, https://notendur.hi.is/yannk/status_carspi.html.

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Daníel Bergmann 2007. Barrfinkur slá nýtt Íslandsmet. Skógræktarritið 2007: 112-116.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Örn Óskarsson 1995. Barrfinkuvarp á Tumastöðum í Fljótshlíð 1994. Bliki 15: 57-59.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Spörfuglar (Passeriformes)
Tegund (Species)
Barrfinka (Spinus spinus)

English Summary

Spinus spinus is a recent and very rare breeding bird in Iceland with only a few pairs breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Vulnerable (VU). Not applicable (NA) in 2000, and Vulnerable (VU) in 2018..