Haförn (Haliaeetus albicilla)

Útbreiðsla

Haförn er varpfugl á Grænlandi, í Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Er alger staðfugl en ungfuglar flakka innanlands.

Stofnfjöldi

Haförn er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi og var stofninn metinn 74 pör árið 2016, 80 pör árið 2018 og 90 pör árið 2024 (Náttúru­fræðistofnun Íslands, óbirt gögn) og verpa þau langflest við Breiðafjörð (sjá töflu).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 16,99 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1973-2024

Íslenski hafarnarstofninn er lítill og einangraður en hefur vaxið samfellt um nær hálfrar aldar skeið. Hann er þó enn flokkaður sem tegund í hættu (EN, D) enda <250 kynþroska einstaklingar.

Viðmið IUCN: D

D. Stofn talinn vera minni en 250 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Haförn var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Válisti 2018: Haförn var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Verndun

Haförn er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Óheimilt er að raska varpstöðum arna eða nálgast hreiður þeirra, svo sem til myndatöku, án sérstaks leyfis.

Mikilvæg svæði

Yfir 80% arna verpa á mikilvægum fuglasvæðum, langflestir við Breiðafjörð.

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none

Töflur

Hafarnarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Haliaeetus albicilla in important bird areas in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pör)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 10 2016 13,5  
Breiðafjörður  FG-V_11 B 47 2016 63,5  
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 3 2016 4,1  
Alls–Total     60   81,1  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Fálkungar (Falconiformes)
Tegund (Species)
Haförn (Haliaeetus albicilla)

English Summary

Haliaeetus albicilla is a rare breeding bird (74 pairs in 2016 and 80 pairs in 2018) and currently concentrated in western Iceland; 80% of the birds breed in IBAs designated for other species.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, D), the same as last assessment in 2000.