Fjörukregða (Lichina confinis)

Útbreiðsla

Fjörukregða er algeng við vesturströndina norður fyrir Vestfirði, sjaldgæf á Austfjörðum en vantar við norður- og suðurströndina (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Vistgerðir

Vex eingöngu á klettum í fjöru sem sjór gengur yfir á flóðum eða í stormi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hún er svört og hlaupkennd, þenst nokkuð út í vætu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið allt að 5 mm hátt og 10 mm breitt, brúnsvart til svart með stífar, mikið greindar, sívalar greinar, allt að 0,3 mm sverar (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 0,5 mm (Foucard 2001).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex eingöngu á klettum í fjöru sem sjór gengur yfir á flóðum eða í stormi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Fjörukregða (Lichina confinis)