(Aspicilia caesiocinerea)

Útbreiðsla

Líklega nokkuð algeng á blágrýti um landið allt.

Vistgerðir

Vex á blágrýti.

Lýsing

Hrúðurflétta með grátt, blágrátt eða grábrúnt þal, sprungið og reitskipt, ein til þrjár askhirslur í hverjum reit (Foucard 2001).

Þalið

Þal hrúðurkennt, grátt, blágrátt eða grábrúnt, sprungið, reitskipt (0,5-1 mm breiðir, 0,3-0,6 mm þykkir), flatt eða kúpt, slétt eða ójafnt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur ein til þrjár á hverjum reit, niðurgrafnar, með þalrönd (Foucard 2001).

Greining

Mjög lík gráskorpu í ytra útliti, líklega nokkuð algeng á blágrýti um landið allt, þekkist einkum frá henni á neikvæðri þalsvörun með KOH, en hefur auk þess þykkari askbeð og stærri gró.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á blágrýti.

Biota

Tegund (Species)
(Aspicilia caesiocinerea)