Dílabreyskja (Stereocaulon paschale)

Útbreiðsla

Þessi tegund er afar sjaldséð á Íslandi, sem er nokkuð athyglisvert þar sem þetta er með algengustu breyskjum í norðlægum grannlöndum okkar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Dílbreyskja er runnkennd flétta með bláþörunga af ættkvíslinni Stigonema, bláþörungakeppir með Stigonema-þörungum eru mjög dökkir á litinn og mjög áberandi eins og svartir dílar í greinum dílbreyskjunnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Dílbreyskja er runnkennd flétta með bláþörunga af ættkvíslinni Stigonema, bláþörungakeppir með Stigonema-þörungum eru mjög dökkir á litinn og mjög áberandi í greinum dílbreyskjunnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Askhirsla

Askhirslur ekki algeng sjón, litlar, endastæðar eða á stuttum hliðargreinum nálægt greinaendunum, oft í þyrpingum (Krog o.fl. 1994).

Greining

Líkist mjög grábreyskju og er náskyld henni. Munur þessara tegunda er fyrst og fremst fólginn í því, að dílbreyskja hefur bláþörunga af ættkvíslinni Stigonema en grábreyskja af ættkvíslinni Nostoc. Þar sem bláþörungakeppir með Stigonema-þörungum eru mjög dökkir á litinn (Nostoc-keppir ljósir og minna áberandi), verða dökkir bláþörungadílar mjög áberandi í greinum dílbreyskjunnar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Válistaflokkun

Er í yfirvofandi hættu

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Lecanoromycetidae (Lecanoromycetidae)
Ættbálkur (Order)
Lecanorales (Lecanorales)
Ætt (Family)
Stereocaulaceae (Stereocaulaceae)
Tegund (Species)
Dílabreyskja (Stereocaulon paschale)