Torfubikar (Cladonia pocillum)

Útbreiðsla

Ein algengasta bikarfléttan um allt land.

Búsvæði

Torfubikar vex á grónum jarðvegi í mólendi, tíður landnemi í röskuðu landi, einnig á torfi í skurðbökkum, hlöðnum torfveggjum og víðar.

Lýsing

Torfubikar myndar í fyrstu þétta hvirfingu af jarðhreistrum, sem eru með gljáandi, sléttu, brúnu barkarlagi og óvenju þykku, snjóhvítu og nær duftkenndu miðlagi.

Þalið

Torfubikar myndar í fyrstu þétta hvirfingu af jarðhreistrum, sem eru með gljáandi, sléttu, brúnu barkarlagi og óvenju þykku, snjóhvítu og nær duftkenndu miðlagi. Upp af jarðhreistrunum vaxa stuttar (1-1,5 sm) þalgreinar með litlum bikar á endanum. Bikararnir eru með kornkenndu yfirborði að innan, og barkarlagið utan á þeim hefur kornkennt yfirborð.

Askhirsla

Askhirslur á bikarbörmunum, dökkbrúnar, þroskast sjaldan.

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Torfubikar vex á grónum jarðvegi í mólendi, tíður landnemi í röskuðu landi, einnig á torfi í skurðbökkum, hlöðnum torfveggjum og víðar.
Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Lecanoromycetidae (Lecanoromycetidae)
Ættbálkur (Order)
Lecanorales (Lecanorales)
Ætt (Family)
Cladoniaceae (Cladoniaceae)
Tegund (Species)
Torfubikar (Cladonia pocillum)