Hreisturbikar (Cladonia squamosa)

Útbreiðsla

Algengir á Vestfjörðum, einkum inn til dala og heiða en afar sjaldgæfir annars staðar á landinu. Þeir koma aðeins fyrir á Snæfellsnesi og vestan til á Norðurlandi en ófundnir annars staðar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hreisturbikar er runnkennd flétta með ljósgrænar, uppréttar greinar alsettar hreisturkenndum smábleðlum á hliðunum og oft krýndar allstórum, skærrauðum askhirslum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalgreinar 2-5 sm háar, grænar til grábrúnar, greining óregluleg, endarnir odddregnir eða með óreglulegum, götóttum, mjóum (að 2 mm breiðum) bikar sem er oft tenntur (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur og byttur brúnar á Bretlandseyjum (Foucard 2001) en skærrauðar hérlendis (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is), á endum þalgreina. Askhirslur fremur smáar, sjaldséðar, oft í hálf sveipkenndum þyrpingum (Purvis o.fl. 1992).

Válistaflokkun

Er í nokkurri hættu

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Lecanoromycetidae (Lecanoromycetidae)
Ættbálkur (Order)
Lecanorales (Lecanorales)
Ætt (Family)
Cladoniaceae (Cladoniaceae)
Tegund (Species)
Hreisturbikar (Cladonia squamosa)