Digurkrókar (Cladonia turgida)

Útbreiðsla

Digurkrókar finnast nokkuð víða á norðanverðu landinu, gjarnan á fremur snjóþungum stöðum. Yfirleitt eru þeir fremur til fjalla en á láglendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Flétta með stóra grunnbleðla og digrar en fremur stuttar greinar sem koma upp af þeim. Þeir eru ljósir á litinn, gulgrænir eða gulbrúnir en neðra borð bleðlanna er hvítt (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Grunnhreistrur stórar, óreglulega skertar og oft með upprúllaðan kant. Efra borð grátt til grænt, neðra borð vanalega kríthvít, gráleit til brúnleit neðst. Þalgreinar 0,5-5 sm háar, grænar til grágrænar, stöku sinnum brúnleitar í endana, vanalega mjög óreglulegar. Mjög breytileg tegund, stundum bara með þalgreinar, stundum bara með grunnhreistrur, stundum með bæði grunnhreistrur og þalgreinar (Krog o.fl. 1994).

Askhirsla

Askhirslur 0,2-0,5 mm í þvermál, brúnar og sjaldséðar. Byttur með dökkbrúnan stút, finnast vanalega bæði á á grunnhreistrunum og þalgreinunum (Krog o.fl. 1994).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Lecanoromycetidae (Lecanoromycetidae)
Ættbálkur (Order)
Lecanorales (Lecanorales)
Ætt (Family)
Cladoniaceae (Cladoniaceae)
Tegund (Species)
Digurkrókar (Cladonia turgida)