Snæþemba (Brodoa oroarctica)

Útbreiðsla

Hún er sjaldgæf á landinu, aðeins fundin uppi á fjöllum við innanverðan Jökuldal og á hálendinu þar innaf allt að Vatnajökli (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á steinum (Krog o.fl. 1994).

Lýsing

Sérkennileg, blaðkennd flétta með gljáandi, dökkbrúna eða grænbrúna, kúpta eða nær sívala bleðla sem oft eru alsettir litlum, svörtum punktum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið blaðkennt, með gljáandi, dökkbrúna eða grænbrúna, kúpta eða nær sívala bleðla sem oft eru alsettir litlum, svörtum punktum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Askhirsla

Askhirslur sjaldséðar (Krog o.fl. 1994).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á steinum (Krog o.fl. 1994).
Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Undirflokkur (Subclass)
Lecanoromycetidae (Lecanoromycetidae)
Ættbálkur (Order)
Lecanorales (Lecanorales)
Ætt (Family)
Parmeliaceae (Parmeliaceae)
Tegund (Species)
Snæþemba (Brodoa oroarctica)