Hraufuskóf (Parmelia sulcata)

Mynd af Hraufuskóf (Parmelia sulcata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hraufuskóf (Parmelia sulcata)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng um allt land (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex mest á klettum en stundum á trjábolum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hraufuskóf vex mest á klettum en stundum á trjábolum. Hún er lík snepa- og litunarskóf í útliti en er grá á litinn og þekkist á hinum duftkenndu, striklaga hraufum sem marka yfirborð hennar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal 5-10 (-20) sm í þvermál, myndar oft hvirfingar eða flækjur, er stundum losaralega fest. Bleðlar allt að 0,5 sm breiðir, endar ristir, aðskildir eða þétt saman og skaraðir, sérstaklega á miðju þalinu. Efra borð flatt eða með smá gatamunstur, grátt, hvítt eða grænt, stundum að hluta með hvítt hrím. Hraufur aflangar, á brúnunum (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur sjást stöku sinnum, disklaga, rauðar, brúnar eða dökkbrúnar, þalrönd að hluta með hraufukornum (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Hraufuskóf er lík snepaskóf og litunarskóf í útliti, þó er minna af henni en snepaskóf og litunarskóf. Hún er grá á litinn og þekkist á hinum duftkenndu, striklaga hraufum sem marka yfirborð hennar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Hraufuskóf (Parmelia sulcata)
Útbreiðsla: Hraufuskóf (Parmelia sulcata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |