Mærudoppa (Epilichen scabrosus)

Útbreiðsla

Algeng um land allt.

Vistgerðir

Sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Samkvæmt Svíanum Foucard (2001) getur hún einnig vaxið á B. placophyllus og B. carneus, er í fyrstu háð hýsli sínum en getur svo vaxið óháð honum.

Lýsing

Mærudoppa er hrúðurkennd flétta sem sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Hún myndar litla gulgræna flekki (2-4 mm) á grágrænu þali flagmærunnar og myndast á þeim þyrping af svörtum askhirslum mærudoppunnar.

Þalið

Þal hrúðurkennt, grænleitt eða grængulleitt, kornótt eða kúpt-reitskipt, þunnt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,2-1 mm, flatar með mjóum, greinilegum kanti eða kúptar og án kants, oft í þyrpingum og renna gjarna saman (Foucard 2001).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Samkvæmt Svíanum Foucard (2001) getur hún einnig vaxið á B. placophyllus og B. carneus, er í fyrstu háð hýsli sínum en getur svo vaxið óháð honum.

Biota

Tegund (Species)
Mærudoppa (Epilichen scabrosus)