Mærudoppa (Epilichen scabrosus)

Útbreiðsla

Algeng um land allt.

Búsvæði

Sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Samkvæmt Svíanum Foucard (2001) getur hún einnig vaxið á B. placophyllus og B. carneus, er í fyrstu háð hýsli sínum en getur svo vaxið óháð honum.

Lýsing

Mærudoppa er hrúðurkennd flétta sem sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Hún myndar litla gulgræna flekki (2-4 mm) á grágrænu þali flagmærunnar og myndast á þeim þyrping af svörtum askhirslum mærudoppunnar.

Þalið

Þal hrúðurkennt, grænleitt eða grængulleitt, kornótt eða kúpt-reitskipt, þunnt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,2-1 mm, flatar með mjóum, greinilegum kanti eða kúptar og án kants, oft í þyrpingum og renna gjarna saman (Foucard 2001).

Útbreiðslukort

Höfundur

Starri Heiðmarsson 2007

Sníkir á annarri hrúðurkenndri fléttu, flagmæru (Baeomyces rufus). Samkvæmt Svíanum Foucard (2001) getur hún einnig vaxið á B. placophyllus og B. carneus, er í fyrstu háð hýsli sínum en getur svo vaxið óháð honum.
Ríki (Kingdom)
Sveppir (Fungi)
Fylking (Phylum)
Asksveppir (Ascomycota)
Undirfylking (Subphylum)
Skálarundirfylking (Pezizomycotina)
Flokkur (Class)
Törguflokkur (Lecanoromycetes)
Tegund (Species)
Mærudoppa (Epilichen scabrosus)