Melafaxi (Hypnum revolutum)

Útbreiðsla

Finnst víða um landið (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Vistgerðir

Vex á melum, í hraunum, urðum og skriðum, á jarðvegsþöktum klettum og steinum og utan í klettum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Lýsing

Fíngerðar plöntur, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, grænar, gular eða brúnar, reglulega eða óreglulega fjaðurgreindar (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Gróliður

Fíngerðar plöntur eða frekar fíngerðar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, grænar, gular eða brúnar, reglulega eða óreglulega fjaðurgreindar. Blöð einhliðasveigð á stöngli og greinum, oftast 1-1,8 mm, kúpt, stundum með langfellingum, egglensulaga, mjókka smám saman fram í mjóan, boginn odd. Blaðrönd greinilega útundin báðum megin langt upp eftir blaði. Blöð tennt fremst. Rif tvöfalt, stutt (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangar, með þunnum eða frekar þykkum veggjum. Frumuendar breiðir og snubbóttir. Frumur í blaðgrunni tígullaga, gulleitar, með þykkum, holóttum veggjum. Hornfrumur ferhyrndar, ekki vel aðgreindar frá frumunum fyrir ofan og neðan (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á melum, í hraunum, urðum og skriðum, á jarðvegsþöktum klettum og steinum og utan í klettum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Biota

Tegund (Species)
Melafaxi (Hypnum revolutum)