Dvergstör (Carex glacialis)

Mynd af Dvergstör (Carex glacialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergstör (Carex glacialis)
Mynd af Dvergstör (Carex glacialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergstör (Carex glacialis)

Útbreiðsla

Hún er nokkuð algeng víða á hinu landræna svæði á austanverðu Norðurlandi. Dvergstörin vex frá láglendi upp í 800 m hæð, hæst skráð í fjöllum við Glerárdal við Akureyri og sunnan í Illviðrahnjúkum við Hofsjökul í um 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Uppi á þurrum klettaásum, brúnum og bungum í malarkenndum jarðvegi og mójarðvegi.

Lýsing

Mjög lágvaxin stör (4–8 sm) með stutt toppax með karlblómum og nokkur fáblóma kvenöx. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Vex í litlum, þéttum toppum. Stráin stutt, sívöl. Blöðin þéttstæð, um 1 mm á breidd, grópuð eða kjöluð, snarprend, þrístrend í endann.

Blóm

Karlblómin í stuttu toppaxi. Kvenblómin í nokkrum, fáblóma, þéttstæðum kvenöxum. Axhlífar brúnleitar með breiðum himnufaldi. Hulstrin mislit, græn og brúnleit, gljáandi, bústin með alllangri trjónu. Frænin þrjú.

Greining

Auðþekkt í blóma. Heimkynnin minna á móastör og blaðtoppar einnig en dvergstörin hefur mörg öx og styttri og beinvaxnari blöð.

Útbreiðsla - Dvergstör (Carex glacialis)
Útbreiðsla: Dvergstör (Carex glacialis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |