Móalógresi (Trisetum triflorum)
Móalógresi (Trisetum triflorum)
Lýsing
Fremur lágvaxin grastegund með hærð blöð og stöngla, puntur fremur stuttur og grannur.
Blað
Stráin stíf og upprétt, sjaldan skátstæð, kröftug. Blöðin blágræn, sjaldan græn (Böcher o.fl 1978).
Blóm
Puntur ekki þéttur, oft skiptur neðantil, silfurgrár, oft lítið eitt rauðbrúnblettóttur eða ljósbrúnleitur, allt að 5–9 sm langur. Smáöxin tví- til þríblóma, (4–) 5–7 mm löng. Týta bein eða svolítið sveigð. Frjóhnappar 0,8–1,1 mm (Böcher o.fl 1978).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Punturinn er ljósari en á lógresi (Foersom o.fl. 1982).
Útbreiðsla: Móalógresi (Trisetum triflorum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Aftur upp
Thank you!