Skrautpuntur (Milium effusum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæfur en þó algengari norðanlands en sunnan (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Vex einkum í blómlendisbrekkum, gróðursælum hvömmum, kjarri, stórgrýttum urðum, hraunsprungum og -bollum, gróskulegum hólmum, skóglendi og víðikjarri (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Hávaxin grastegund (1–1,8 m) með breiðum blöðum og löngum, gisnum punti. Blómgast júlí.

Blað

Blöðin 8–16 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn 25–35 sm langur, gisinn, keilulaga. Smáöxin sívöl, týtulaus, einblóma, græn eða gulgræn. Axagnirnar hvelfdar, grænar, 2,5–3,5 mm á lengd, þrítauga. Blómagnirnar styttri, gljáandi. Slíðurhimnan 3–5 mm á lengd, slitrótt eða odddregin (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðþekktur á puntinum og breiðum blöðunum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Vex einkum í blómlendisbrekkum, gróðursælum hvömmum, kjarri, stórgrýttum urðum, hraunsprungum og -bollum, gróskulegum hólmum, skóglendi og víðikjarri (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Skrautpuntur (Milium effusum)