Hárdepla (Veronica officinalis)
Hárdepla (Veronica officinalis)

Útbreiðsla
Algeng í sumum héruðum, einkum á Suður- og Vesturlandi og í sumum útsveitum norðanlands og austan (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Búsvæði
Grónar gilbrekkur, bollar og kjarr (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá jurt (20–40 sm) með hærðum, tenntum blöðum og ljósbláum blómum í aflöngum klösum. Blómgast í júlí.
Blað
Stönglarnir eru oft jarðlægir, hærðir, með uppsveigðum greinum. Laufblöðin gagnstæð, egglaga eða oddbaugótt, 2–7 sm á lengd og 1,5–3,5 sm á breidd, á stuttum stilk, loðin og tennt, tennur misstórar (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin mörg saman í klösum sem koma úr efri blaðöxlunum, stuttleggjuð, 4–6 mm í þvermál, fjórdeild. Krónublöðin ljósblá með dekkri æðum. Bikarinn kirtilhærður með fjórum flipum. Fræflar tveir. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldin hjartalaga með löngum, bognum stíl (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Loðnari en aðrar deplur og auðþekkt frá þeim á stórum tenntum blöðum.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Thank you!