Kornasteinbrjótur (Saxifraga granulata)
Kornasteinbrjótur (Saxifraga granulata)
Útbreiðsla
Sjaldgæfur slæðingur (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhár steinbrjótur (10–40 sm) með æxiknappa við stofninn og hvít blóm efst á stilknum.
Blað
Blaðhvirfing með langstilkuð blöð, nýrlaga og bogtennt. Oft eitt til tvö stöngulblöð. Löng, mjúk hár á blöðum og niðri á stönglinum (Lid og Lid 2005).
Blóm
Fölrauðir æxliknappar neðst við stofninn. Krónublöð blómanna hvít, 10–15 mm löng, þrisvar sinnum lengri en bikarblöðin (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist laukasteinbrjót, hefur æxlilauka neðst við stofninn, blöðin kringlóttari og minna skert (Hörður Kristinsson 1998).
Útbreiðsla: Kornasteinbrjótur (Saxifraga granulata)
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Aftur upp
Takk fyrir!