Fékk pöddubók í verðlaun!

14.11.2006

Goði Hólmar Gíslason vann til verðlauna Náttúrufræðistofnunar á Vísindavöku RANNÍS í september 2006. Goði komst næst því að giska rétt á fjölda holugeitunga í krukku, en þeir voru teknir úr búi í Kópavogi í lok ágúst.

130 manns skiluðu inn tillögum og var Goði getspakastur: giskaði á 1438 geitunga, en þeir voru 1380. Enginn komst nær réttri tölu. Goði Hólmar sem verður sex ára 6. október n.k kom ásamt systur sinni og föður til að taka við verðlaununum úr hendi Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.