Sinueldar við Hafnarfjörð
Að kveldi 19. apríl kom upp allmikill eldur í Setbergsholti sunnan Urriðakotsvatns. Breiddist hann upp hlíðina frá veginum og var slökktur við íbúðarbyggðina uppi í holtinu. Þar reyndist eldurinn hafa farið um 3 hektara svæði.
![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. | ![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. |
Frá svæðinu suðaustan Hvaleyrarvants sem brann aðfararnótt 29. apríl. (Ljósm. Guðmundur Guðjónsson). | Jaðar brunasvæðisins suðaustan Hvaleyrarvatns. Lúpínubreiða með miklum eldsmat sem logaði glatt. (Ljósm. Guðmundur Guðjónsson). |
![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. | ![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. |
Brunasvæðið í hlíðinni við Hvaleyrarvatn. Þar tókst að stöðva eldinn áður en hann hljóp í greniskóginn. (Ljósm. Borgþór Magnússon). | Svæðið austan í Setbergsholti þar sem eldur brann 19. apríl. (Ljósm. Borgþór Magnússon). |
Á svæðunum sem skoðuð voru er það einkum lúpínuvaxið land sem hefur brunnið. Í lúpínubreiðum safnast upp mikill eldsmatur í stönglum af lúpínunni og mosa og grasi sem dafnar með henni. Talsvert tjón hefur einnig orðið á trjágróðri en hvergi hafði eldur þó hlaupið í þéttan, hávaxinn skóg. Hætta á sinueldum mun verða áfram fram eftir vori ef þurrt verður í veðri og næðingssamt, en slíkt veðurlag er algengt sunnanlands á vorin.
![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. | ![]() Húshumla (Bombus lucorum) nýskriðin úr vetrarhíði í Fljótshlíð 23. apríl 2004. Ljósm. Erling Ólafsson. |
Afmörkuð svæði við Hvaleyrarvatn þar sem eldar hafa brunnið í apríl 2008. Mesti bruninn varð þann 29. apríl og kom upp í lúpínubreiðum á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. | Svæði í austanverðu Setbergsholti sem brann 19. apríl 2008. |
Búast má við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. Því veldur hlýnandi veðurfar, útbreiðsla lúpínu, aukin skógrækt og friðun lands fyrir búfjárbeit. Mikilvægt er að vera vel á varðbergi, stemma stigu við íkveikjum og bæta búnað til að fást við elda af því tagi sem komið hafa upp að undanförnu.
Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið unnið að kortlagningu og rannsóknum á áhrifum sinuelda frá því eldarnir miklu brunnu á Mýrum fyrir tveimur árum. Sumarið 2007 urðu einnig allmiklir eldar í mosaþembu á Miðdalsheiði.