Frjótími grasa nálgast hámark syðra
10.07.2008
Í ár má gera ráð fyrir að fjöldi grasfrjóa í lofti nái hámarki í Reykjavík strax um miðjan júlí vegna veðurfarsins undanfarnar vikur. Margar grastegundir eru nú í blóma og stöðugt bætast fleiri við sem blómgast og dreifa frjókornum. Á Akureyri hafa norðanáttir verið ríkjandi og þeim fylgir yfirleitt lítið magn frjókorna. 
Háliðagras í blóma. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.
Hægt er að fylgjast með frjómælingum á vef NÍ og einnig eru gefnar út fréttatilkynningar mánaðarlega yfir sumartímann.