Efni um líffræðileiðangur til Surtseyjar 2008 sýnt í kanadíska ríkissjónvarpinu

02.02.2009
Í frétt Nátturufræðistofnunar af Surtseyjarleiðangri 2008 var m.a. greint frá því að sjónvarpstökumenn frá kanadíska ríkissjónvarpinu í Quebec hefðu verið með í för og tekið upp efni um Surtsey. Þeir hafa nú lokið gerð þáttar um leiðangurinn og var hann sýndur í náttúrulífsþættinum "Decouverte" þann 25. jan. s.l.

Þátturinn er aðgengilegur á netinu (athugið að fyrst er 10 sek. löng auglýsing). Þátturinn var fyrst sýndur í frönskumælandi hluta Kanada. Fyrir þá sem skilja ekki frönsku tala myndirnar sínu máli. Það voru þeir Bernard Laroche og Andre Bernard sem unnu að gerð þáttarins en í liði með þeim var Dúi Landmark kvikmyndatökumaður.

Leiðangursmenn í Surtsey. Talið frá vinstri Bernard Laroche, Bjarni D. Sigurðsson, Erling Ólafsson og Dúi Landmark í neðri röð, Andre Bernard, Gróa V. Ingimundardóttir, Guðríður G. Eyjólfsdóttir, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon í efri röð. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

Nánar um Surtseyjarleiðangur 2008.