Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins

27.03.2009
Á morgun, 28. mars, fagnar Þjóðmenningarhúsið aldarafmæli sínu. Af því tilefni opnar sýning Náttúrufræðistofnunar „Að spyrja Náttúruna - Saga Náttúrugripasafnsins“ í húsinu. Sýningin segir sögu safnsins frá því það var stofnsett árið 1889 þar til því var lokað tímabundið fyrir almenningi árið 2008. Blómaskeið safnsins var á fyrstu áratugum 20. aldar þegar það var til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, sem þá hét Safnahúsið.

 

Dílafroskur Tígrisdýr
Á sýningunni er að finna fjöldann allan af gripum úr sögu safnsins, m.a. þennan dílafrosk.
Ljósm. Anette Th. Meier.
Einn eftirminnilegasti gripurinn sem til sýnis var í Náttúrugripasafninu á tímum þess í Safnahúsinu er tígrisdýrið. Það er komið aftur í húsið á sýninguna. Ljósm. Anette Th. Meier.

 

Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga milli kl. 11 og 17 og ókeypis er á miðvikudögum.

Upplýsingar um nýjar sýningar í Þjóðmenningarhúsinu er að finna á vef hússins.