Aðalfrjótími grasa nálgast

10.07.2009
Framundan er aðalfrjótími grasa á Íslandi en hámarkið kemur jafnan í síðari hluta júlí eða í byrjun ágústmánaðar. Verði skilyrði til frjódreifingar góð, þ.e. þurrviðrasamt og hæfilegur vindur, má jafnvel búast við hámarkinu fyrir júlílok, því að nú eru tegundir blómgaðar sem oft blómgast ekki fyrr en kemur fram í ágúst eins og t.d. vallarfoxgras (Phleum pratense).
Háliðagras í blóma. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Hægt er að fylgjast með frjómælingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Frjótölur eru birtar í textavarpi RÚV (bls. 169) og uppfærðar þar vikulega, oftast á þriðjudögum eða miðvikudögum. Þá má skoða frjótölur liðinnar viku á vef Morgunblaðsins.