Náttúrufræðistofnun Íslands flytur í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ

14.10.2010

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þessa dagana í flutningum í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Starfsemi stofnunarinnar raskast við þetta í nokkra daga og erfitt getur verið að ná af starfsfólki fram í miðja næstu viku.

Hús Náttúrufræðistofnunar er 3.500 fermetrar að stærð og stendur við svokallað Jónasartorg, vestast á Urriðaholti. Flutningur í nýtt, langþráð húsnæðið þýðir gjörbyltingu í aðstöðu til rannsókna, fræðslu og varðveislu gripa. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið stofnunarinnar eftir varanlegum heimkynnum, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm í rúma fimm áratugi.

Fræðslubæklingurinn Á vængjum fögrum - Fiðrildi
Fræðslubæklingurinn Á vængjum fögrum - Fiðrildi
Náttúrufræðistofnun hefur verið til húsa við Hlemm í rúma fimm áratugi. Ljósm. Ágúst Úlfar Sigurðsson. Náttúrufræðistofnun flytur í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Hér er teikning af nýja húsinu.

Þótt starfsemi Náttúrufræðistofnunar færist undir eitt þak við flutninginn í Urriðaholt verður hluti starfseminnar áfram á setri stofnunarinnar á Akureyri. Þar er t.d. þungamiðjan í plönturannsóknum stofnunarinnar og rannsóknum á lausum jarðlögum og skriðuföllum.

Náttúrufræðihús ehf. reisti húsið og er eigandi þess, en Náttúrufræðistofnun hefur gert samning til 25 ára um leigu þess. Hönnuðir eru Arkís arkitektar og Ístak byggði húsið.

Formleg vígsla hússins verður um miðjan nóvember þegar stofnunin hefur komið sér fyrir í nýju húsnæði.

Nýtt heimilisfang Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ er Urriðaholtsstræti 6-8, pósthólf 125, 212 Garðabær (yfirlitskort og kort).