Hrafnaþing: Blái herinn

10.02.2018
Trukkur Bláa hersins
Mynd: Tómas J. Knútsson

Blái herinn við störf í maí 2008.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 14. febrúar kl. 15:15–16:00. Tómas J. Knútsson formaður umhverfissamtakanna Bláa hersins flytur erindið „Blái herinn“.

Í fyrirlestrinum verður stiklað á sögu Bláa hersins í máli og myndum, sagt frá vinningum og töpuðum stríðum við rusl og yfirvöld og rætt um hvað er til ráða og framtíðarsýn samtakanna.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.