Veiðiþol rjúpnastofnsins 2021

07.10.2021
Rjúpa, fullorðinn karri, Húsavík, Suður-Þingeyjarsýsla
Mynd: Ólafur K. Nielsen

Rjúpa, fullorðinn karri, Húsavík, Suður-Þingeyjarsýsla, 8. maí 2021.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2021 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 20 þúsund fuglar.

Í hnotskurn sýna mælingar fækkun rjúpna 2020–2021, í sumum landshlutum er stofninn að nálgast lágmark en rétt að byrja að falla í öðrum. Til lengri tíma litið hefur rjúpnastofninum hnignað. Viðkoma rjúpunnar var mæld í tveimur landshlutum 2021, hún var þokkaleg á Norðausturlandi en léleg á Vesturlandi. Afkoma unga hefur versnað frá síðustu aldamótum samanborið við áratugina á undan.

Á samráðsfundi fulltrúa Náttúrufræðistofnunar Íslands, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar, Skotveiðifélags Íslands og Fuglaverndar, sem haldinn var 7. september síðastliðinn, var enginn ágreiningur um ástand rjúpnastofnsins 2021 og árangur veiðistjórnunar frá árinu 2005 til 2020.

Veiðistofns rjúpunnar er metinn 248 þúsund fuglar haustið 2021 og ráðlögð veiði er um 20 þúsund fuglar eða fjórir fuglar á veiðimann. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda  að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni.

 

Greinargerð um veiðiþol rjúpnastofnsins 2021 (pdf, 2 MB)

Bréf til Umhverfisstofnunar (pdf, 55 KB)