29. janúar 2003. Eyþór Einarsson: Gróðurframvinda í skerjum í Breiðamerkurjökli

Eyþór Einarsson grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi á Hrafnaþingi 29. janúar 2003. 

Í erindinu mun Eyþór fjalla um rannsóknir á landnámi og framvindu gróðurs í Káraskeri og Bræðraskeri sem eru langt uppi í jökli í yfir 700 m h.y.s. Þau komu undan jökli fyrir um 60 og 40 árum. Þar hefur fjöldi plantna numið land. Einnig verður fjallað um gróður í Esjufjöllum og Mávabyggðum, sem liggja hærra og lengra uppi í jöklinum. Í Esjufjöllum hafa fundist yfir 100 tegundir háplantna. Eyþór hóf rannsóknir á þessu svæði árið 1961 og hefur staðið fyrir fjölda rannsóknaleiðangra þangað. Eyþór mun greina frá helstu niðurstöðum rannsókna sinna og sýna myndir frá svæðinu

Rannsóknaleiðangur á Breiðamerkurjökli 1979
Mynd: Eyþór Einarsson

Rannsóknaleiðangur á Breiðamerkurjökli 1979: Erlendur Jónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Helgi Torfason, Hálfdán Björnsson, Erling Ólafsson og Einar Hjörleifsson.

Esjufjöll
Mynd: Eyþór Einarsson

Lyng og blómgróður í brekku í 730 m h.y.s. í Skálabjörgum í Esjufjöllum 1979.

Jöklasóley
Mynd: Eyþór Einarsson

Jöklasóley, ein þeirra tegunda sem numið hafa land í Káraskeri og Bræðraskeri.