Alaskalúpína

L14.4

Eunis-flokkun

E5.15 Land reclamation forb fields.

Alaskalúpína
Mynd: Borgþór Magnússon

Lúpínubreiða við Hofsnes í Öræfum. Gróðursnið HN-3, en þar hefur lúpína breiðst yfir mel. – Nootka lupin field in southern Iceland.

Alaskalúpína
Mynd: Borgþór Magnússon

Lúpínubreiða á Hveravöllum í Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu. Gróðursnið HV-II- 4 og 5, en þar hefur lúpína breiðst yfir lyngdæld. – Nootka lupin field in northeastern Iceland.

Lýsing

Mjög gróskumikið blómlendi vaxið alaskalúpínu, grösum og blómjurtum. Finnst í vaxandi mæli á friðuðu landi, þar sem lúpínu hefur verið sáð eða plantað og hún breiðst um mela, moldir, skriður, holt og lyngmóa. Land er vel gróið, gróður hávaxinn, æðplöntur eru ríkjandi, talsvert mosalag í sverði þar sem úrkomusamt er.

Útbreiðsla

Finnst á landgræðslu- og skógræktarsvæðum og beitarfriðuðu landi á láglendi í öllum landshlutum. Algengust á Suður- og Suðvesturlandi og á Norðausturlandi.

Alaskalúpína

Alaskalúpína eru allútbreidd en hún er skráð í 30% landsreita. Heildarflatarmál lúpínusvæða reiknast um 300 km2, óvissa nokkur. – The land type is rather common in Iceland and is recorded within 33% of all grid squares. Its total area is estimated 300 km2.

Opna í kortasjá