Ármosastraumvötn

V2.7

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. C2.36 Icelandic Fontinalis antipyretica rivers.

Ármosastraumvötn
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í Bugðu sem rennur í Elliðavatn vex ármosi víða í lygnum. – A river in southwestern Iceland that has slow flowing areas (laminar flow) with Fontinalis antipyretica.

Ármosastraumvötn
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Þráðnykra, haustbrúða og bleðilmosi á botni Laxár í Aðaldal. – Stuckenia filiformis, Callitriche hermaphroditica and Plagiomnium sp. in a river in northeastern Iceland.

Lýsing

Kaflar í vatnsmiklum ám þar sem ármosi er ríkjandi. Botninn er harður, þ.e. grjót og klöpp, sem er ákjósanlegt undirlag fyrir ármosa. Straumhraði getur verið töluverður sem kemur í veg fyrir setmyndun á botni. Iðustreymi er ríkjandi.

Vatnagróður

Gróðurþekja er yfirleitt þó nokkur, en tegundir fáar. Ármosi er einkennandi fyrir vistgerðina. Úr hópi æðplantna er helst að nefna þráðnykru.

Botngerð

Harður botn, grjót eða klöpp.

Efnafræðilegir þættir

Rafleiðni er iðulega 83–150 µS/cm og sýrustig um pH 8,5.

Miðlunargerð vatnasviðs

Einkum votlendismiðlun á hálendi (3100), jarðvegs- og setmiðlun á hálendi (3200) og jarðvegsmiðlun á láglendi (3400).

Fuglar

Fuglalíf óþekkt.

Útbreiðsla

Finnst í vatnsmiklum ám á láglendi, t.d. í Borgarfjarðardölum, undirlendi Skagafjarðar og í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. Kemur fyrir bæði á ungum og gömlum berggrunni.

Verndargildi

Mjög hátt.

Útbreiðslukort ármosastraumvötn

Útbreiðsla ármosastraumvatna. Lengd þeirra er um 25 km sem er um 0,06% af heildarlengd straumvatna. Ármosastraumvötn er helst að finna í vatnsmiklum ám á láglendi. – Fontinalis antipyretica rivers are mostly found in the lowland. Their total length (km) is estimated 25 km which is 0.06% of the total length of rivers.

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species %
Ármosi Fontinalis antipyretica 100
Þráðnykra Stuckenia filiformis 100
Skriðlíngresi Agrostis stolonifera 75
Ógr. mosar Bryophyta 75
Lónasóley Batrachium eradicatum 50
Fjallnykra Potamogeton alpinus 50
Haustbrúða Callitriche hermaphroditica 25
Lófótur Hippuris vulgaris 25
Síkjamari Myriophyllum alterniflorum 25
Vatna-/tjarnanál Nitella flexilis/opaca 25

Opna í kortasjá