Gróðurlítil hálendisvötn
Gróðurlítil hálendisvötn
V1.5
EUNIS-flokkun
Nýr flokkur, tillaga. C1.19 Icelandic sparsely vegetated highland lakes; fjörubelti – littoral zone: C3.64 Exposed unvegetated freshwater lake sands and shingles.
Gróðurlítil hálendisvötn

Stóra-Eyjavatn á Glámu, Vestfjörðum. Þar fundust aðeins mosarnir ármosi og lindakló. Enn eru snjóskaflar við vatnsbakkana í lok sumars. – Sparsely vegetated highland lake in the Westfjord highlands with only Fontinalis antipyretica and Sarmentypnum exannulatum. Patches of snow can be seen around the lake, even in late summer.

Hálendisvatn á Fjarðarheiði. Í vatninu fundust aðeins mosarnir nepjulúði og lindakló auk kransþörunga (Nitella sp.). – Sparsely vegetated highland lake in eastern Iceland, with only Hygrohypnum polare, Sarmentypnum exannulatum and Nitella species.
Lýsing
Hálendisvötn á hrjóstrugu og gróðursnauðu vatnasviði. Strandlengja er grýtt og gróðurlítil. Vatnsstaða getur verið breytileg og er háð grunnvatnsstöðu, úrkomu og leysingum. Vötnin leggur iðulega og ísa leysir seint, oft eru snjóskaflar við vatnsbakka í sumarlok.
Vatnagróður
Gróðurþekja á setbotni er lítil og tegundir fáar. Einkennistegundir eru kransþörungarnir tjarnanál og vatnanál, einnig eru mosar algengir. Æðplöntur eru afar sjaldséðar, þar á meðal síkjamari (Myriophyllum alterniflorum) og þráðnykra (Stuckenia filiformis), sem eru mjög algengar í íslenskum vötnum.
Botngerð
Grýtt eða malarkennt fjörubelti er meðfram bökkum. Fyrir utan fjörubeltið tekur við sendinn eða þéttur fínkornóttur botn.
Efnafræðilegir þættir
Afar næringarefnasnauð vötn m.t.t. fosfórs (P), niturs (N) og blaðgrænu. Rafleiðni og sýrustig (pH) mælist mjög lágt og með því lægsta sem mælist í stöðuvötnum á Íslandi.
Miðlunargerð vatnasviðs
Aðallega snjómiðlun (4200) og setmiðlun (3300), einnig á lekum svæðum (2100 og 2200).
Fuglar
Mjög lítið fuglalíf.
Útbreiðsla
Finnst eingöngu á hálendi, í að meðaltali um 550 m h.y.s.
Verndargildi
Lágt.

Útbreiðsla gróðurlítilla hálendisvatna. Flatarmál er um 271 km2, sem er um 15% af heildarflatarmáli stöðuvatna. – Sparcely vegetated highland lakes are only located in highland areas and are most common in the Westfjords and central Iceland. Their total area is estimated 271 km2 (15% of Icelandic lakes).
Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species | % | |
---|---|---|
Vatna-/tjarnanál | Nitella flexilis/opaca | 63 |
Lindakló | Sarmentypnum exannulatum | 63 |
Ármosi | Fontinalis antipyretica | 25 |
Lækjalúði | Hygrohypnum ochraceum | 25 |
Ógr. leppmosi | Scapania sp. | 25 |
Skriðlíngresi | Agrostis stolonifera | 13 |
Vorbrúða | Callitriche palustris | 13 |
Tjarnanál | Nitella opaca | 13 |
Almosi | Blindia acuta | 13 |
Dýjahnappur | Philonotis fontana | 13 |

Fjöldi æðplantna, mosa og kransþörunga sem fundust í vistgerðinni. Súlur sýna spönn allra vistgerða og svarta þverstrikið sýnir fjölda tegunda innan vistgerðarinnar samanborið við spönnina. Talan sem er í sviga efst í hægra horninu táknar fjölda vatna innan vistgerðarinnar. – Species richness of vascular plants, bryophytes and Charales, n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Meðaldýpi; meðalþekja vatnagróðurs; sýrustig (pH); rafleiðni (ávallt leiðrétt fyrir 25°C); fosfór (P); nitur (N) og blaðgræna í vistgerðinni. Súlur sýna meðaltal ± staðalfrávik (lóðrétt strik), einnig spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir og því hægt að bera saman vistgerðina við heildarspönn allra vistgerða. – Average depth (m), average vegetation cover (%), pH, specific conductivity (μS/cm), Total-P (mg/l), Total-N (mg/l) and chlorophyll a (μg/l) shown with lines and numbers ± standard deviation, n within brackets. Bar indicates range for all habitat types.