Hrúðurkarlafjörur
Hrúðurkarlafjörur
F1.1
EUNIS-flokkun
A1.11 Mussel and/or barnacle communities.
Hrúðurkarlafjörur

Hrúðurkarlafjara á Reykjanesi. – Barnacle community in southwestern Iceland.

Hrúðurkarlafjara í Reykjarfirði á Ströndum. – Barnacle community in the Westfjords.
Lýsing
Yfirleitt örmjóar fjöruspildur þar sem skjól er lítið og brimasemi því mikil. Undirlag er hart og stöðugt og haggast varla, jafnvel ekki í miklu brimróti. Lítið er um plöntur og dýr vegna brims. Hrúðurkarlar og/eða smávaxinn kræklingur geta þó verið áberandi á klöppunum því þeir þola brim ágætlega. Fjörusverta er einnig áberandi og stundum sést smávaxið skúfþang, rauðþörungar og brúnþörungar. Vistgerðin er lítt könnuð vegna erfiðra skilyrða.
Fjörubeður
Klappir og stórgrýti.
Fuglar
Lítið fuglalíf vegna erfiðra aðstæðna, einna helst æðarfugl og vaðfuglar eins og sendlingur og tildra sem geta stundum nýtt þetta svæði til fæðuöflunar.
Líkar vistgerðir
Einna helst skúfþangsfjörur.
Útbreiðsla
Allt í kringum landið þar sem klappir eru fyrir opnu hafi, gjarnan sem litlar spildur.
Verndargildi
Lágt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Hrúðurkarlafjörur eru aðeins um 2% (21 km2) af fjörum landsins. Þær eru þó dreifðar umhverfis landið, gjarna sem stuttar og mjóar fjöruræmur á smáblettum. – Barnacle communities cover only 2% (21 km2) of the coast, but occur nevertheless in most parts of Iceland, as fragmented thin segments of variable length along the coastline.
Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Fjörusverta | Hydropunctaria maura | Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides |
Purpurahimna | Porphyra umbilicalis | Kræklingur | Mytilus edulis |
Þari | Laminaria spp. | Klettadoppa | Littorina saxatilis |
Skúfþang | Fucus distichus | ||
Rauðþörungateg. | Ceramium schuttleworthianum | ||
Snót | Aglaothamnion sepositum | ||
Rauðló | Rhodochorton purpureum | ||
Söl | Palmaria palmata |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).