Alaskaösp (Populus trichocarpa)

Útbreiðsla

Farin að sá sér út af sjálfsdáðum á nokkrum stöðum á landinu (HKr.).

Vistgerðir

Upprunalega frá N-Ameríku (Blamey og Grey-Wilson 1992).

Lýsing

Allt að 20 m hátt tré með sporbaugótt blöð. Brum og ung blöð ilmandi (Blamey og Grey-Wilson 1992).

Blað

Allt að 20 m hátt tré, börkur hrjúfur og sprunginn. Árssprotar stinnir, brúnir, hærðir, brum límugt. Blöð sporbaugótt, ydd, æðar á neðra borði þétthærðar. Brum og ung blöð ilmandi (Blamey og Grey-Wilson 1992).

Blóm

Blómgast í mars–apríl. Aldinbærir reklar 7–16 sm en sjaldgæfir (Blamey og Grey-Wilson 1992).

Útbreiðslukort

Author

Hörður Kristinsson 2007

Upprunalega frá N-Ameríku (Blamey og Grey-Wilson 1992).

Biota