Korpa (Dermatocarpon)

Almennt

Korpur (Dermatocarpon) eru blaðkenndar fléttur af fjörusvertuætt (Verrucariaceae). Korpur vaxa á steinum og klettum, oft þar sem raka gætir t.d. í seytlum eða við ár og vötn. Efra borð korpa er brúnt eða grátt, oft hélað en neðra borðið er brúnt og getur verið slétt, hrufótt, vörtótt eða með netlaga hryggjum. Korpur eru eina blaðkennda ættkvísl fjörusvertuættar en ein tegund, hreisturkorpa (Dermatocarpon leptophyllodes) hefur afar smáa bleðla sem mætti kalla hreistur. Korpur greinast frá öðrum ættkvíslum fjörusvertuættar á gerð neðri barkar auk blaðkennds vaxtarlagsins.

Höfundur

Starri Heiðmarsson 24.feb. 2016

Biota