Æðvængjur (Hymenoptera)

Almennt

Æðvængjur skiptast í tvo undirættbálka, sagvespur (Symphyta) og gaddvespur (Apocrita). Þær eru afar fjölbreytilegar bæði að gerð og í lífsháttum. Sumar eru agnarsmáar, vart sýnilegar með berum mannsaugum en aðrar mjög stór skordýr. Æðvængjur hafa yfirleitt greinilega þrískiptan bol, sagvespur hafa breitt mitti á milli frambols og afturbols en stingvespur yfirleitt grannt. Á kúlulaga höfði eru margliðskiptir fálmarar, stundum mjög langir, áberandi augu og sterkir bitkjálkar. Þær hafa tvö pör vængja með tiltölulega fáum æðum, aftari vængir mun minni en þeir fremri. Sumar hafa misst vængina. Mörg kvendýr hafa áberandi varpbrodd á afturenda sagvespur sagarlaga en gaddvespur nálarlaga, sumar þeirra hafa gaddinn tengdan eiturkirtli. Í heiminum eru um 150.000 tegundir þekktar. Í Evrópu finnast 66 ættir, 21 ætt á Íslandi, alls 253 innlendar tegundir (tvær að auki horfnar) og 31 tegund slæðinga með varningi hafa verið nafngreindar.

Höfundur

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015, 10. mars 2018.

Biota