Fuglar (Aves)

Almennt

Fuglar (Aves) tilheyra fylkingunni seildýr (Chordata) sem flokkast með dýraríkinu (Animalia). Fuglar eru tvífætt hryggdýr með heitt blóð sem verpa eggjum. Framlimir þeirra eru vængir, þeir hafa fjaðrir og hol bein.

Á Íslandi verpa að staðaldri 75 fuglategundir. Algengastar þeirra eru endur og aðrir vatnafuglar (24 tegundir) og sjófuglar (23 tegundir). Þá verpa hér 12 tegundir spörfugla (16%), 11 tegundir vaðfugla (15%), fjórar tegundir af ránfuglum og uglum og ein tegund hænsnfugla (rjúpa).

Nokkrar fuglategundir eru háðar því að geta komið við á landinu á reglubundnum ferðum milli varp- og vetrarheimkynna, til vetrardvalar og jafnvel sumardvalar. Sumar þeirra eru jafnframt varpfuglar hér og eða geta bæði verið fargestir og vetrargestir.

Hér er fjallað um fuglategundir sem dvelja á Íslandi að staðaldri.

Biota