Seildýr (Chordata)

Almennt

Fylking seildýra (Chordata) telur rúm 4% allra dýra (Animalia) en er þó líklega best þekkt. Meðal seildýra eru spendýr, fiskar, fuglar, froskdýr og skriðdýr.

Það sem einkennir seildýr er hryggstrengur eða seil með baklægum holum taugastreng. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en kemur fyrir á einhverjum stigum í þroskaferli annarra seildýra. Seilin verður að hrygg og hauskúpu hjá hryggdýrum.

Heimildir

Jón Már Halldórsson. „Hvað er seildýr?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2001. Sótt 12. desember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=1520.

Biota