Margfætlur (Chilopoda)

Almennt

Margfætlur hafa langan, mjóan, margliðskiptan, nokkuð flatvaxinn bol. Höfuð er flatvaxið með smáaugu sem eru ýmist í þyrpingum eða stök. Fálmarar eru oft langir og þráðlaga og sterkir bitkjálkar vita fram. Á fyrsta lið er sérhæft fótapar, fótkjálkar, sem hremmir bráð og gefur frá sér eitur. Á öðrum liðum er eitt par ganglima. Aftasta fótapar er lengst og veit aftur frá bolnum. Fjöldi liða er breytilegur eftir tegundum. Í heiminum hefur 3.000 tegundum verið lýst en áætlað er að þær séu í raun um 8.000. Margfætlur í Evrópu skiptast í 2 undirflokka, 4 ættbálka og 13 ættir. Á Íslandi finnast 3 ættbálkanna og 5 ættir, alls 8 innlendar tegundir og 1 slæðingstegund.

Höfundur

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015

Biota