Beltisormar (Clitellata)

Almennt

Beltisormar eru næststærsti flokkur liðorma á eftir burstaormum með um 8.000 tegundir í sjó, vötnum en flestar á þurru landi. Tegundir þessa flokks einkennast af svokölluðu belti (clitellum) sem er þykkildi framarlega á bolnum. Beltið gefur frá sér slím sem eggjunum er verpt í. Ormarnir hafa ekki burstatotur á liðum heldur staka smábursta og ekki eiginlegt höfuð.

Af beltisormum eru þrír ættbálkar, jarðormar (Opisthopora), hvítormar (Tubificida) og vatnsormar (Lumbriculida), sem allir eiga fulltrúa hér á landi.

Höfundur

Erling Ólafsson 1. mars 2017.

Biota