Steinfætlur (Lithobiomorpha)

Almennt

Steinfætlur eru sterkbyggðar og grófgerðar. Bolurinn gerður úr 16 liðum, hver með eitt par fóta. Fremsta parið myndar sterka, sigðlaga kjálka með eiturkló, svokallaða fótkjálka. Þar fyrir aftan eru 15 pör ganglima. Bolur ungviðis er gerður úr færri liðum en þeim fjölgar er það þroskast og næst fullur fjöldi áður en kynþroska er náð. Bakplötur eru breytilegar, ýmist áþekkar, stórar kassalaga eða minni og breytilegar. Fætur nokkuð langir og lengjast eftir því sem aftar dregur. Tvö öftustu pörin vita aftur. Steinfætlur spretta úr spori þegar hætta steðjar að. Höfuð er kúlu- eða hjartalaga, fálmarar gerðir úr 20-60 liðum. Mismörg punktaugu liggja ýmist í röð eða klasa á hliðum höfuðs.

Höfundur

Erling Ólafsson 24. janúar 2017.

Biota