Netvængjur (Neuroptera)

Almennt

Netvængjur skiptast í þrjá undirættbálka, Hemerobiiformia, Myrmeleontiformia og Nevrorthiformia. Þær eru meðalstór skordýr með grannan, mjúkan bol. Höfuð er tiltölulega lítið með stór augu og langa, þráðlaga fálmara. Tvö pör af stórum, glærum vængjum liggja sem hátt ris yfir bolnum, vængæðar mynda þéttriðið netmynstur. Lirfur hafa sterka bitkjálka sem skaga fram úr höfðinu. Í heiminum eru þekktar um 6.000 tegundir þekktar. Í Evrópu eru 12 ættir, 2 ættir á Íslandi, 4 landlægar tegundir og 1 ein slæðingur með vindum og varningi.

Höfundur

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015

Biota