Kembufiðrildaætt (Eriocraniidae)

Almennt

Kembufiðrildaætt er afar fáliðuð og að mestu bundin við norðurhvel. Aðeins um 25 tegundir eru þekktar, þar af níu í Evrópu. Fiðrildin eru smávaxin en tiltölulega grófgerð og þykk miðað við lengd. Grófar hreisturflögur gera fiðrildin úfin. Vængir mynda hátt ris yfir bolnum í hvíld. Á lit oft gul, vínrauð, með bronsgljáa á vængjum, stundum með blettamynstri. Fiðrildin þroskaðan sograna til að draga til sín safa. Kvendýr hafa teygjanlega varppítu sem þau geta stungið með inn í plöntur. Kembufiðrildi fjlúga í góðviðri að degi til. Þau eru á ferð snemma vors til að verpa í laufblöð trjáa sem eru að skríða úr brumum. Lirfurnar vaxa upp inni í laufblöðum, t.d. birkis og eikar, sem þá sölna að miklu eða öllu leyti.

Ein tegund kembufiðrilda finnst á Íslandi. Hún er nýlegur landnemi og afkastamikill skaðvaldur á birki bæði í görðum og náttúru.

Höfundur

Erling Ólafsson 7. október 2016.

Biota