Kálfiðrildaætt (Pieridae)

Almennt

Kálfiðrildi eða skjannafiðrildi finnast í öllum heimshlutum en meginþorri tegunda lifir í hitabelti Afríku og Asíu. Alls eru allt að 1.100 tegundir þekktar og ýmis afbrigði þeirra, þar af rúmlega tegundir 50 í Evrópu. Kálfiðrildi eru flest yfir meðallagi stór og stærri en það. Hvít fiðrildi eru algeng, einnig finnast gular og rauðgular. Oft eru stórit vængirnir með dökkum blettum eða dílum. Litirnir koma frá úrgangsefnum frá líkamanum en það fyrirkomulag er einstakt hjá kálfiðrildum. Venjulega er einhver munur á lit kynjanna, sem kemur helst fram í dökku blettunum. Lirfur sumra tegunda nærast á kálplöntum (Brassica) og eru skaðvaldar í ræktun ýmissa káltegunda. Ólíkt dröfnufiðrildum hafa kálfiðrildi fullþroska framfætur. Hvít kálfiðrildi verða fyrir flestra augum þegar ferðast er um Evrópu og þykja kunnugleg.

Engin tegund kálfiðrilda lifir á Íslandi en fimm tegundir hafa flust til landsins frá Evrópu með grænmetisvörum og dönskum jólatrjám.

Höfundur

Erling Ólafsson 7. október 2016.

Biota