Kjöltítnaætt (Acanthosomatidae)

Almennt

Kjöltítnaætt er frekar einsleit ætt skortítna og ekki nema um 200 tegundir skráðar í heiminum og aðeins 11 í Evrópu. Ættin er áþekk þeftítnaætt og var löngum talin eiga heima undir henni sem undirætt. Það má auðveldlega aðgreina tegundir þessara ætta þar sem kjöltítur hafa áberandi kjöl, líkt og seglskúta, sem myndar þunnan spaða neðan á frambol og nær minnkandi aftur undir afturbolinn. Bolurinn er breiðastur framan til og mjókkar aftur. Fótliðir eru tveir en ekki þrír eins og hjá þeftítum. Kjöltítur lifa fyrst og fremst á trjáplöntum eða trjákenndum plöntum. Foreldrar annast egg og ungviði á fyrsta þroskastigi.

Á Íslandi hafa fundist tvær tegundir kjöltítna. Önnur er fágætur gestur sem berst af og til með haustvindum en hin berst til landsins á hausti hverju með greinum til jólaskreytinga.

Höfundur

Erling Ólafsson 24. nóvember 2016.

Biota