Engjasnigilsætt (Agriolimacidae)

Almennt

Ættin er fjölskipuðust af ættum skellausra lungnasnigla og finnst einkum á noðurhveli. Heildarfjöldi tegunda liggur ekki fyrir. Í Evrópu eru skráðar 82 tegundir sem langflestar tilheyra ættkvíslinni Deroceras. Þetta er erfið ætt hvað varðar afmörkun tegunda og kann því margt að breytast með ítarlegri rannsóknum.

Þetta eru frekar litlir sniglar í hópi þeirra skellausu, í mesta lagi 50 mm þegar þeir skríða, algengast um helmingur þeirrar lengdar.  Kápan yfir framhlutanum er nokkuð stór og hylur um það bil þriðjung af líkamslengdinni. Öndunaropið er staðsett á hægri hlið kápunnar aftan við miðju. Yfirborð kápunnar er með hreyfanlegum hrukkum. Litur er breytilegur, gulur, gulbrúnn, grábrúnn, svartur, stundum flikróttur.

Margar tegundir ættarinnar fylgja ræktun manna á nytja- og skrautplöntum og eru valdar að umtalsverðri skaðsemi. Hafa sumar borist víða með mönnum til nýrra heimkynna.

Á Íslandi eru þrjár tegundir á skrá í náttúrunni , röskuðu landi í byggð og görðum.

Höfundur

Erling Ólafsson 12. janúar 2017.

Biota