Burstafiðrildaætt (Erebidae)

Almennt

Ættin hefur nýlega verið endurskoðuð  með genarannsóknum og skilgreining hennar breyst á þann veg að tvær aðrar ættir sem komið hafa við sögu hér á landi, Lymantriidae og Arctiidae, falla nú undir hana sem lægri flokkunareiningar. Alls eru fjórar tegundir á íslenska listanum sem nú heyra undir þessa ætt. Aðeins ein þeirra er innlend, hinar þrjár slæðingar með varningi.

Ættin finnst um heim allan, er afar tegundarík, einhverjar þúsundir tegunda. Fjölbreytileiki er mikill í stærð, formum og litum. Stærðin spannar allt frá minnstu fiðrildum til þeirra stærstu, frá þeim síst eftirtektarverðu til þeirra fegurstu. Ætin einkennist af sérstæðu vængæðakerfi. Karldýr margra tegunda hafa áberandi fjaðrugreinda fálmara jafnvel svo að helst minna á gamaldags loftnetsgrindur. Lirfur eru oft afar skrautlegar, loðnar með marglitumog skærlitur hárabrúskum Það spinna jafnan utan um sig grófan hjúp áuru en þær púpa sig.

Höfundur

Erling Ólafsson 5. október 2016.

Biota