(Quinqueloculina)

Almennt

Tegundir af ættkvíslinni Quinqueloculina mynda skel úr mörgum gúrkulaga smáhólfum; þau liggja samhliða og mynda einskonar spíralundna hvirfingu, þannig að um 72° aðskilja nærliggjandi smáhólf. Skelin vex þó þannig að miðjan á hverju nýju hólf sem bætist við skelina liggur í skurðarfleti sem myndar 144° horn við skurðarflötinn sem liggur þvert á miðju síðasta smáhólfs þar á undan. Síðustu fimm smáhófin eru alla jafna sýnileg utanvert á skelinni. Munnop er alla jafna kringlótt og nær ávallt með tvígreindri gaffaltönn (bifid tooth), sem getur þó verið umbreytt á ýmsa vegu. 

Á Íslandsmiðum er vitað um ellefu Quinqueloculina tegundir, samkvæmt niðurstöðum úr botndýraverkefninu (BIOICE). Tegundirnar eru misalgengar, enda þrífst hver og ein við tiltekin skilyrði, hvað varðar sjávardýpi, hitastig og aðrar umhverfisaðstæður. 

ENGLISH

Successive tubular chambers, close to half a coil in length, added in planes crossing under a 144° angle, such that a cross section of the test shows the last five chambers are arranged in five planes 72° apart; usually the last five chambers are visible externally. Apertures of successive chambers are at opposite ends of the test, with a bifid tooth, at least in initial chambers, located at the end of a tubular chamber. Outline of tests varies from ovate to elongate in side view, and from ovate to subtriangular in end view.

Gudmundur Gudmundsson, IINH (gg@ni.is)

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson 2017

Biota